Hjólreiðatúr!

Í gær fór ég að hjóla.  Veðrið var yndislegt og fékk ég hjólið hjá stráknum mínum lánað.  Ég ákvað að fara alveg niður á sjó og fara hjólreiðastígin sem liggur alveg með strandlengjunni og liggur hringinn í kringum kársnesið.  

Þetta var frábær hjólreiðartúr.  Það rifjaðist ýmislegt upp þegar ég hjólaði. Ég átti nefnilega heima á Kársnesbraut  10-12 ára gömul.  Þá fórum við systurnar eða vinkonurnar saman hinumegin við voginn, eins og við kölluðum það, en þá fórum við gangandi fjörunna og yfir í Nauthólsvík.  Svo lékum við okkur mikið í fjörunni.  Eitt skiptið var farið á fleka og svo þurfti að hringja í lögregluna vegna þess að við réðum ekkert við flekann og stefndum út á hafsjó.  Það er búið að byggja gríðalega mikið af húsum þannig að ég þekkti varla til.

Ég vil hrósa kópavogsbæ fyrir þessa göngustíga um Kópavoginn. 

Næst ætla ég að hjóla út á Gróttu.

 


Þetta er allt að koma!!

  Eftir að ég lærði að skauta þá hef ég aldrei gleymt því.  Ef ég færi á skauta núna í dag þá væri  ég  ekki eins góð og hér áður fyrr, ég þyrfti að æfa mig til að geta eitthvað.  Eins er það með kringlukastið, ég þarf að æfa mig til að ná einhverjum árangri.  Þetta er tækniíþrótt og maður þarf að ná ákveðnum rythma til að geta kastað góðu kasti og það tókst á æfingu í gær.  Vá, kringlan sveif hjá mér í 30 metra.  Ég náði þremur slíkum köstum.   Bara flott.  Ég hef ekki kastað kringlu í 25 ár þannig að þetta tekur tíma.

Þrekið hjá mér er smátt og smátt að koma.  Ég get hlaupið núna heilan hring á vellinum án þess að stoppa.  Ég hlakka til þegar ég get hlaupið 4 hringi án þess að stoppa í upphitun, þá fyrst fer að verða gaman.

Svo er það matarræðið. Ég þyrfti að fá leiðbeiningar um hvað ég mætti setja ofaní mig.  Ég hef ofnæmi fyrir hvítu hveiti og sykur borða ég ekki.   Kannski einhver þarna úti getur aðstoðað mig.


Nú er komið nóg!!

 hjól reiðhjólÞetta gengur ekki lengur.  Bensínverðið fer hækkandi og þessar 6 krónu hækkun í gær verður til þess að ég fer að hjóla, hefði reyndar átt að gera það fyrir löngu. 

Það er ekki svo langt fyrir mig að hjóla í vinnuna, ca 20 mín. Ég þarf að hjóla yfir eina götu í Kópavogi og síðan er það bara hjólreiðastígur í öskjuhlíðinni sem ég hjóla og beint á LSH.

Þetta er góð hreyfing og megrandi. 

Ég þarf bara að kaupa mér hjálm, því ekki fer maður hjálmalaus að hjóla.  Er ekki skylda að vera með hjálm?Ég held það.

Reyndar er allt of mikið af bílum á þjóðvegum landsins.


Kvennahlaupið!

Það tókst eins og ég ætlaði mér.  Ég hljóp og labbaði 2 km. í kvennahlaupinu, það er byrjunin.  Það tók mig 13 mín.  Ég man þegar ég var að byrja skokka þá tók mig 20 mín. að hlaupa 2 km.  Þannig að ég er að bæta mig. 

Mér finnst ég alltaf vera þreytt þessa dagana, sjálfsagt vegna þess að þetta eru svo mikil viðbrigði fyrir líkaman að ég er að hreyfa mig mun meira, meira súrefni.  

Ég held bara áfram og þá kemst á ballas og hver veit nema ég fari að missa einhver kíló. 

Annars í sambandi við naglaát þá er ég komin með þessar flottar neglur.  Naglalakkaði mig í fyrsta skipti í langan tíma núna í fyrradag. 


Kvennahlaup Sjóvá 7.júní.

kvennhlaupariÉg er harðákveðin að taka þá í kvennahlaupi Sjóvá og fara 2 km.  Ég ætla að labba og skokka því ég veit að ég get ekki hlaupið 2 km án þess að stoppa.  Þolið hjá mér er ekki mikið en ég veit að það á eftir að koma.

Ég fór í líkamsrætarstöðina H10 í Vallarkór í gær og ég finn til í fótunum núna.  Ég veit að ég er að taka á.  Ég finn reyndar fyrir pirring sérstaklega í fótunum.

 Ég hvet allar konur að taka þátt í kvennahlaupi Sjóvá. 


Er maður glataður!!

Ég keppti í fyrsta skiptið eftir 25 ára hlé í kringlukasti á laugardaginn en það var kastmót öldunga á laugardalsvelli.  Ég var alveg glötuð kastaði rétt yfir 22 metra. 

Gaman að sjá hve margir stóðu sig vel. Ég var eina konan í hópnum og voru menn fæddir 1929 að keppa, í kringlu, kúlu og  sleggju.  Það var skemmtileg stemming í hópnum og sögðu mér menn að á þessum mótum hleyptu þeir stráknum út hjá sér.  Bara gaman að því, enda flugu brandararnir manna á milli og metingur var þó nokkur. 

Svo mun liðið hittast eftir 2 vikur og á er verðlaunaafhending.  Nú þar sem ég lenti í fyrsta sæti í mínum aldurshóp (sú eina í 45+ og eina konan) þá fæ ég gullið. 

Stefnan er að bæta sig í 23 metra næst. Ég veit að ég þarf að laga tæknina og lyfta og lyfta lóðum svo ég fái smá massa á upphandleggina.  Held ótrauð áfram á þessari braut enda bara rétt að byrja.

 

 


Nálgast 30 metrana!

Mikið helv.. er ég ánægð með mig.  Fór á æfingu niður á kópavogsvöll í gær og var að kasta kringlunni með atrennu.  Það er allt að koma hjá mér.   Þegar þetta smellur saman þá sé ég alveg fyrir mér köst upp á 35 - 40 metra.   Ég þarf líka að vera dugleg að lyfta lóðum og safna einhverjum vöðvum á mig. 

Ég hef ekki kastað kringlu í 25 ár þannig að ég er nokkuð ánægð.   Svo er bara að taka þátt í keppnum og fá metið það sem maður er að grýta.

 Er reyndar að drepast í vinstri öxlinni, en það er sú hendi sem ég kasta með.  Komst að því að ég var orðin stokkbólgin en sem betur fer á ég mann sem lærði nudd hjá Gumma Geirdal á sínum tíma. Ég nýti mér það.

 


Gaman að vera til!!

Nú er að færast fjör í leikinn hjá mér.  Fór á frjálsíþróttaæfingu í gær, hitaði upp og fór svo að kasta kringlunni með krökkunum.  Tveir þjálfarar voru á staðnum.  Mikið var þetta rosalega gaman.  Það er nefnilega leiðinlegt að æfa einn.  Svo gefa krakkarnir mér alveg ótrúlega mikið. 

lyftingarÍ dag fer ég á æfingu í ræktina nánar tiltekið í H10 og Spa i Vallarkór og ætla á hlaupabrettið með sjónvarpinu, er búin að skoða dagskránna og ég hlakka bara til.  Mikið vildi ég samt að ég hefði einhvern með mér, því það er ekki skemmtilegt að fara einn.  En ég held samt áfram.

 


Heilsufrík!!

Ég er orðin þvílík heilsufrík að það hálfa væri nóg.  Mér áskotnaðist 2 vikur frítt í nýju líkamsræktarstöðina í Vallarkór í Kópavogi.  Vá, þvílíkt flottheit.  Ég fór fyrsta tíman í gær.  Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt á hlaupabretti en ekki lengur, því ég gat horft á sjónvarpið á meðan. 

Þetta er glæsileg aðstaða á þessum nýja stað og flott líkamsræktartæki.  Ég ætla aftur á morgun en í kvöld fer ég á íþróttarvöllinn í Fífuna og ætla að kasta kringlunni.

Já, þetta með reykingarnar, hvað er það.  Ég er búin að gleyma að ég hafði yfir höfuð reykt.

Aldrei aftur þann viðbjóð.   Nú er það heilsan númer 1, 2 og 3.

Eigið þið öll þarna úti góðan dag. 

 

 

 

 


Harkan sex!

mús að lyftaNú hef ég farið 3 æfingar í frjálsum.  Fór í lyftingartækin á þriðjudaginn og ég var öll lurkulamin. Ég fann til í fótunum og reyndar öllum skrokknum um nóttina og daginn eftir.  Var reynda ómöguleg í vinnunni en harkaði að mér.  Ég stefni á að keppa fljótlega, því ég verð að vita hvar ég stend. Annars get ég alveg mælt hvað ég er að kasta á æfingu svon ca.  en ég er ekki að taka eitthvað svakalega á þá, ég einblíni algjörlega á tæknina.

 Eigum við ekki að segja að í ágúst verð ég búin að missa 5 kg.  Verð að vera raunhæf.

Ég vona að með þessum skrifum mínum verð ég einhverjum hvatning,að fara æfa íþróttir þótt maður hafi ekki gert það í fjölmörg ár.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband