Hvað allt gengur fínt!!

Ég er rosalega ánægð hve neglurnar á puttunum á mér hafa tekið stakkaskiptum. Bite no more svínvirkar og ég er smátt og smátt að breytast í svaka skutlu...(eða  þannig sko).  Ég er búin að fara á 2 æfingar hjá mínu gamla íþróttafélagi og var svoleiðis með strengi um allan kroppinn. 

Ég stefni á að kasta kringlunni allavega 30 metra í sumar. Gott að hafa takmark og það raunhæft.

 

Vona að ég fari  svo að grennast og fái meira þol. Ég veit að það kemur smátt og smátt.


Konur yfir fertugt!!!!

Konur yfir fertugt - Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld...


Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og her eru nokkrar ástæður fyrir því:

Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?" Henni gæti ekki verið meira sama.

Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því. Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.

Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.

Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.

Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim.

Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.

Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur. Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.

Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum.

Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22ja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.

Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:

Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.

Hvers vegna? Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!

Andy Rooney


Æfingin skapar meistarann!!

13 maí 2008.  Ég stefitness-girlfni að ákveðnu takmarki. Ég er búin að segjast ætla að fara æfa kringlukast og fara í öldunginn.  Fyrsta æfing var í dag og fór ég niður á Kópavogsvöll og hitaði mig upp og gerði teygjur.  Svo fékk ég að kasta kringlu.  Frábær tilfinning.  Ég fór heim til mín með sælubros á vör. Næsta æfing er á fimmtudaginn. Takmarkið er að kasta allavega 30 metra í sumar.   Ég vil hvetja alla þarna úti sem eru búnir að ganga lengi með í maganum að fara að æfa íþróttir að drífa sig, það er ekki eftir neinu að bíða. Ég beið of lengi en ég er samt mætt. 

 

Ég hef ekki fallið fyrir sígaréttuþrælahaldaranum og ætla mér að vera reyklaus.  Samt hafa komið erfiðir dagar en þeir líða hjá. Whistling

 

 

 


Ekkert gamanmál!

Ég verð að viðurkenna það að það er helv.... erfitt að hætta að reykja.   Ég fæ oft langanir en ég veit að það mun hverfa með tímanum.  Núna er komin 2½ mánuður síðan ég hætti.  Þessar langanir standa stutt en koma sterkar inn.  Ég ætla að standa mig og ætla ekki að falla fyrir þessum þrælahaldara. 

 Af naglaáti er það að segja að eftir að ég fór að setja á mig BITE NO MORE þá er ég farin að sjá árangur.  Gleðilegt. Semsagt þetta virkar.

Núna stefni ég á að fara á íþróttavöllinn og fara að æfa kringlukast og ætla að keppa í öldungnum.

Ég hef samt verið að stússast meira.  Ég skellti mér í fjarnám í Ármúlaskóla síðastliðið haust í Heilbrigðisritarann.  Ég náði öllum prófum og núna á ég bara eitt fag eftir sem ég stefni á að taka í haust en það er latínan.  Ég er stolt af sjálfri mér þótt ég sé að nálgast fimmtugt. 

 

 

 


Vatnsberinn!

Þetta passar nokkuð vel við mig en ég er fædd 05-02

 

VATNSBERI
Vatnsberar eru oft háir og glæsilegir, með loðnar augabrýr og óstýrilátt hár, og þeir klæðast gjarnan dýrum og nýtískulegum fötum, en yfirleitt skapa þeir sér þó eigin fatastíl. Vatnsberar eru sjálfstæðir í hugsun og fylgja ekki viðteknum skoðunum og þeir vilja einlæglega berjast gegn alls kyns óréttlæti, ekki síst félagslegu. Vatnsberinn er vingjarnlegur og opinn í framkomu og nýtur sín vel í félagslegu samhengi, bæði í stærri og minni hópum. Þeir eru ævintýragjarnir og stundum sérvitrir, eiga til bæði önuglyndi og þrjósku, ekki síst ef þeir neyðast til að verja eigin sérlyndi. Þeir eru hins vegar óþreytandi að berjast fyrir minni máttar. Vatnsberinn er frumlegur í hugsun, og velur sér gjarnan óvenjulegt starfssvið, eins og t.d. stjörnufræði, fornleifafræði eða annað vísindatengt, en þeir gætu allt eins tekið upp á því að gerast flugmenn eða skrifa vísindaskáldsögur! Þrátt fyrir mannúðlegt hjartalag er Vatnsberinn oft fjarlægur og erfitt að ná sambandi við hann, svo hann ætti að reyna að vera hlýlegri í framkomu og reyna að gefa meira af sjálfum sér.


Bite no more!

  Núna hef ég ekki nagað neglurnar á mér í 4 daga. Þetta undralakk Bite no more er svo sannarlega að virka.  Puttarnir á mér hafa slæðst upp í mig nokkrum sinnum og þá fæ ég þetta ógeðslega bragð upp í mig.   Þetta virkar þannig þetta lakk, það kemur húð á neglurnar á mér og þær eru ekki mattar heldur glærar.  Miklu flottara.  Svo á ég að taka þetta af mér í dag á 5 degi og lakka aftur yfir og gera það í 4 daga.  Ég held að ég eigi að klára alveg út glasinu,  þá ætti einhver árangur að sjást.

Svo er það með reykingarnar að það gengur bara rosalega vel.  Þetta virðist smita út frá sér og hefur tvennt bæst í hópinn með mér.  Þau eru fyrrum vinnufélagar og fóru á Champix.  Gengur rosalega vel hjá þeim.   Ég er ánægð að ég skuli hafa áhrif á aðra.  Mér líður bara svo miklu betur og fólk sér það.   Kannski er einhver þarna úti sem þekkir mig ekki neitt en hefur lesið bloggfærslurnar mínar og vill hætta með hjálp Champix, það væri bara frábært.  Bara velkomin í hópinn.


Að naga neglurnar!

Ég er nú svo furðuleg að ég hef nagað neglurnar mínar frá því ég man eftir mér.  Á fullorðinsárum mínum tókst mér að hætta í einhvern tima en fell aftur og aftur.  Maðurinn minn sagði við mig að hann skildi ekki fólk sem væri að éta sjálft sig.  Ég hef enga skýringu á þessu fyrirbæri. Það var reyndar alltaf sagt að þetta væri taugaveiklun. Einn  bróðir minn bauð mér að naga neglurnar á tánum á sér þegar ég var lítil, en á því hafði ég ekki áhuga. Bandit

Núna ætla ég að gera tilraun á sjálfri mér.  Ég  fór í Hagkaup Smárlind og keypti mér Bite no more frá Kiss sem heildsalan ESSEI flytur inn.   Það er ógeðslegt bragð af þessu lakki.   Í gamla daga prófaði ég svipað efni en vont bragð stoppaði mig sko ekki þá daga.  Áhvað að prófa.   Kom svo heim og hringdi í heildsöluna og spurði hvort hann hefði heyrt einhverjar reynslusögur.  Ó jú, það hafði hann, hann á 3 dætur og eiginkonu.  Ein dóttirinn nagar neglurnar á sér og þetta reyndist henni vel tl að hætta.  Ég sagði við hann að ég ætlaði að prófa og myndi svo blogga um árangur minn. 

Ég lakkaði neglurnar seinnipartinn í gær( eða það sem eftir er að þeim). Var að passa að setja þær ekki upp í mig.  Æj,  gleymdi mér andartak  nokkrum sinnum og setti puttana upp í mig(þetta er svo mikill vani).  Þvílíkt ógeðslegt bragð.  Oj barasta. Sick Ég á víst að setja lakkið á mig í 4 daga og taka það svo af mér, lakka svo aftur og endurtaka.  Eftir 10 daga ætti að sjást árangur.  Jæja núna ætla ég að fara að lakka mig í annað sinn. Grin

 

 


Ég er komin heim!!

Ég var að enda við að heyra lagið Ég er komin heim.  Bubbi Morthens og Björn Jörundur syngja saman lagið sem Óðinn Valdimarsson söng fyrst inn á plötu árið 1960. Lagið er erlent en textinn er eftir Jón Sigurðsson. . Þetta er vægast sagt hroðalegt.  Mér finnst þetta hrein hörmung.  Laginu er hreint og beint nauðgað.  En þetta  er bara mín skoðun, kannski finnst einverjum þetta fott.  Þeir fara illa með lagið og finnst mér það synd.  

Sigurður Guðmundsson (Siggi í Hjálmum) syngur þetta sama lag frábærlega og er virkilega vel gert hjá honum.  Til hamingju Sigurður.


This is my life!!

Mikið hefur verið rætt um meint myndband Eurobandsins.  Mér finnst það stórskemmtilegt. Góður húmor.  Hver kannast ekki við það að hafa verið að æfa sig að syngja með kertastjaka eða hárbursta á sínum yngri árum og láta sig dreyma.  Þannig sé ég þetta fyrir mér. 

Ég óska Friðrik og Regínu góðs gengis í Eurovision 2008.


Lífið er dásamlegt!!

Jæja gott fólk, nú eru liðnir 2 mánuðir frá því ég hætti að reykja.  Hætt á Champix.   Ég vissi það að þegar ég hætti færu kílóin að koma á mig og það stenst.  Svo ég gerði áætlun. Ég fór strax í leikfimi 2 í viku og svo hleyp og labba sama hringinn heiman frá mér 2 í viku.  Nú svo er ég byrjuð  á að labba 1 x í viku klukkutíma langan labbitúr. Samt koma kílóin á mig. Nú ég hugsaði nú lengra, ég verð að breyta að einhverju leiti matarræði mínu. Talaði við fagmanneskju og hún gaf mér ráð og ég er búin að fara í Heilsuhúsið og kaupa inn sem ég nota í grunn hjá mér.  Brauðin í Grímsbæjarbakaríi eru æði og í miklu uppáhaldi hjá mér. Keypti mér líka spelt kringlur, ummm unun.

Svo nú er allt í bullandi keyrslu og hlakka ég til eftir ca. 1 mánuð að þá ætti ég að sjá einhvern árangur.   Mér líður bara svo miklu betur, gott að vera laus við vondu lyktina þótt ég hafi bætt einhverjum kílóum á mig þá hverfa þau, ef ég held áfram að hreyfa mig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband