Hjólreiðatúr!

Í gær fór ég að hjóla.  Veðrið var yndislegt og fékk ég hjólið hjá stráknum mínum lánað.  Ég ákvað að fara alveg niður á sjó og fara hjólreiðastígin sem liggur alveg með strandlengjunni og liggur hringinn í kringum kársnesið.  

Þetta var frábær hjólreiðartúr.  Það rifjaðist ýmislegt upp þegar ég hjólaði. Ég átti nefnilega heima á Kársnesbraut  10-12 ára gömul.  Þá fórum við systurnar eða vinkonurnar saman hinumegin við voginn, eins og við kölluðum það, en þá fórum við gangandi fjörunna og yfir í Nauthólsvík.  Svo lékum við okkur mikið í fjörunni.  Eitt skiptið var farið á fleka og svo þurfti að hringja í lögregluna vegna þess að við réðum ekkert við flekann og stefndum út á hafsjó.  Það er búið að byggja gríðalega mikið af húsum þannig að ég þekkti varla til.

Ég vil hrósa kópavogsbæ fyrir þessa göngustíga um Kópavoginn. 

Næst ætla ég að hjóla út á Gróttu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband