Þetta er allt að koma!!

  Eftir að ég lærði að skauta þá hef ég aldrei gleymt því.  Ef ég færi á skauta núna í dag þá væri  ég  ekki eins góð og hér áður fyrr, ég þyrfti að æfa mig til að geta eitthvað.  Eins er það með kringlukastið, ég þarf að æfa mig til að ná einhverjum árangri.  Þetta er tækniíþrótt og maður þarf að ná ákveðnum rythma til að geta kastað góðu kasti og það tókst á æfingu í gær.  Vá, kringlan sveif hjá mér í 30 metra.  Ég náði þremur slíkum köstum.   Bara flott.  Ég hef ekki kastað kringlu í 25 ár þannig að þetta tekur tíma.

Þrekið hjá mér er smátt og smátt að koma.  Ég get hlaupið núna heilan hring á vellinum án þess að stoppa.  Ég hlakka til þegar ég get hlaupið 4 hringi án þess að stoppa í upphitun, þá fyrst fer að verða gaman.

Svo er það matarræðið. Ég þyrfti að fá leiðbeiningar um hvað ég mætti setja ofaní mig.  Ég hef ofnæmi fyrir hvítu hveiti og sykur borða ég ekki.   Kannski einhver þarna úti getur aðstoðað mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband