Lífið er dásamlegt!!

Jæja gott fólk, nú eru liðnir 2 mánuðir frá því ég hætti að reykja.  Hætt á Champix.   Ég vissi það að þegar ég hætti færu kílóin að koma á mig og það stenst.  Svo ég gerði áætlun. Ég fór strax í leikfimi 2 í viku og svo hleyp og labba sama hringinn heiman frá mér 2 í viku.  Nú svo er ég byrjuð  á að labba 1 x í viku klukkutíma langan labbitúr. Samt koma kílóin á mig. Nú ég hugsaði nú lengra, ég verð að breyta að einhverju leiti matarræði mínu. Talaði við fagmanneskju og hún gaf mér ráð og ég er búin að fara í Heilsuhúsið og kaupa inn sem ég nota í grunn hjá mér.  Brauðin í Grímsbæjarbakaríi eru æði og í miklu uppáhaldi hjá mér. Keypti mér líka spelt kringlur, ummm unun.

Svo nú er allt í bullandi keyrslu og hlakka ég til eftir ca. 1 mánuð að þá ætti ég að sjá einhvern árangur.   Mér líður bara svo miklu betur, gott að vera laus við vondu lyktina þótt ég hafi bætt einhverjum kílóum á mig þá hverfa þau, ef ég held áfram að hreyfa mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband