Hvað er eiginlega í gangi. Þetta er fáránlegt að lögreglan sé að skipta sér að . Þetta minnir mann á frétt frá Kína. Ég stend með atvinnubílstjórum og er alfarið á móti þessum gríðalegum hækkunum á eldsneyti.
Orðrómur um aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.4.2008 | 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta er bara ekkert mál að hætta að reykja. Núna er 25 dagurinn reyklaus. Ég er byrjuð í gönguhóp og svo er ég í leikfimi 2 sinnum í viku og mér finnst það skemmtilegt. Það er langt síðan ég hef upplifað þessa tilfinningu að finnast gaman í lyftingatækjum og hvað þá að vera á hjóli eða göngubretti. Núna er ég svo ákveðin í að ná mér í gott form að ég er hálf hrædd við sjálfa mig.
Mér líður rosalega vel og ég er stolt af sjálfri mér. Til hamingju Íris.
Bloggar | 14.3.2008 | 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef einhver fer inn á bloggið mitt, þá vil ég benda á áhugaverðann pistil sem ég var að lesa.
Slóðin er: http://www.hondin.is/content/blogcategory/15/50/ Fyrirsögnin er: Ég er nagli og hlusta ekki á neitt væl um þunglyndi.
Þar sem margir vilja ekki viðurkenna að neitt sé að hjá þeim, þá er þetta virkilega eitthvað sem vekur mann til umhugsunar.
Bloggar | 10.3.2008 | 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór ásamt vinkonu minni á kertaljósatónleika Harðar Torfa. Hörður er náttúrulega bara snillingur. Þetta var stórfengleg skemmtun. Hann var með tvo hjálparkokka með sér. Annar spilaði á harmonikku og hinn spilaði á gítar og fiðlu. Útkoman var stórskemmtileg og ég held að ég lifi á þessu um ókomin tíma.
Þema kvöldsins var ástin, en Hörður hefur samið yfir 100 söngva um ástina.
Við vinkonurnar skemmtum okkur frábærlega. Ég vil benda fólki á diskinn hans Harðar sem hann gaf út í fyrra JARÐSAGA . Hann er hrein og tær snilld. Unnendur góðrar íslenskrar tónlistar ættu ekki að láta þennan disk framhjá sér fara.
Takk fyrir mig Hörður.
Bloggar | 5.3.2008 | 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er allt annað líf. Ég vakna hressari og það er komið líf í hárið á mér, það var nefnilega hálf dautt og tengi ég það reykingunum.
Ég byrjaði í leikfimi 28 feb. Því ég á von á að fitna alveg helling. Ég er núna búin að mæta í tvo tíma og þvílíkar harðsperrur. Ég átti nú alveg von á því. Manneskja sem hefur ekki hreyft á sér skrokkinn í mörg ár.
En,sem sagt er að komast í drullu góð mál með sjálfa mig. Klappa mér góðlátlega á axlirnar fyrir dugnaðinn.
Ætla svo að vakna reyklaus á morgun.( Núna hljóma ég eins og AA- kona)
Bloggar | 4.3.2008 | 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég vaknaði í morgun og mér leið svo vel. Ég er búin að vera reyklaus í 6 daga. Ég naut þess í gær að borða í hádeginu og líka í dag. Maturinn smakkast öðruvísi. Betra bragð af honum.
Ég er búin að fá mér framhaldsskammt af Champix. Mun sjálfsagt klára þessa 2 mánuði til að vera alveg viss að ég falli ekki. Ég ætti þá að vera komin yfir það versta.
Ég hef ekki fundið fyrir brjóstsviðanum sem ég er búin að hafa í langan tíma. Var brjóstsviðinn þá af völdum sígaréttunnar? Ég hafði ekki hugmynd um það.
Ætla að vakna í fyrramálið reyklaus.
Bloggar | 26.2.2008 | 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Núna snýst mitt líf um það að halda mér vakandi gagnvart sígaréttupúkanum. Enn og aftur vil ég dásama þessar frábæru pillur Champix . Þetta er alveg magnað hvernig sígaréttulönguninn hefur horfið.
Systir mín er búin að vera 17 daga á þessu lyfi og er hún komin í 4 sígaréttur á dag. Ég held að hún hafi aldrei hætt að reykja í þessi rúm 20 ár fyrr en núna sem hún er að gera eitthvað í þessum málum.
Ég hlakka til að vakna í fyrramálið reyklaus og engin sígaréttulykt af hárinu á mér.
Bloggar | 22.2.2008 | 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Núna er 9 dagur á Champix. Ég ákvað að hætta í dag. Ég fann að ég var að reykja að vana svo ég sagði við sjálfa mig í gær að nú væri rétti tíminn. Merkilegt hvað reykingar eru mikill vani.
Þannig að ég hef ekkert reykt í morgun og klukkan er 9:57 þegar ég skrifa þessa færslu. Ég var búin að skipuleggja morguninn hjá mér. Fékk mér te í staðin fyrir kaffi og dundað mér svo bara þar til ég mætti í vinnuna. Fann í bílnum að gott væri að hafa sígó í höndunum en fór svo bara að hugsa um eitthvað annað og þá var þetta ekkert mál.
Það er frábært hvernig þetta lyf virkar. Ég hef hreint og beint enga löngun lengur. Ég mæli eindregið með þessu lyfi fyrir þá sem hafa áhuga að hætta að reykja.
Mér skilst að það sé ódýrast í Lyfjaveri. Hálfur mánuður kostar 4.400 kr ca. Það getur samt verið ódýrara annarstaðar.
Bloggar | 20.2.2008 | 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ég á 8 degi á Champix. Klukkan er núna 11:08 og ég er búin að reykja 3 sígaréttur þennan morgun. Reykti þá þriðju um 11:00 og ég kúgaðist á eftir. Þannig að þetta er farið að virka. Kúgast við að finna lyktina af höndunum á mér eftir smókinn.
Ég er ákveðin í að kaupa mér áframhaldandi skammt. Get keypt hálfan mánuð í viðbót. Ég finn að núna er þetta mest vaninn sem ég þarf að losna út úr.
Í síðustu viku var ég að undirbúa mig, fór t.d ekki með stelpunum út að reykja, er farin að drekka meira te. Ég held að fyrsta sígaréttan sé erfiðust. Að fá sér kaffibolla, sígó og lesa blöðin, það er bara toppurinn. Er að velta því fyrir mér hvernig ég get losað mig út úr þvi dæmi.
Ef einhver er með tillögu, þá endilega komið með hana.
Bloggar | 18.2.2008 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja gott fólk. Nú er 3. dagurinn á Champix. Ég finn ekki fyrir neinu en maðurinn minn fær aukaverki af þessu lyfi. Hann fær ógleðistilfinningu. Þetta getur gerst samkvæmt því sem stendur á leiðbeiningunum. Ég er reyndar farin að finna óbragð í munninum en ekki mikið.
Byrja á morgun á degi 4. þá tek ég inn eina töflu fyrir hádegi og aðra um kvöldið. Ég hef svo mikla trú á þessum töflum og hlakka til þegar ég missi alla löngun. (allavega vonast ég til að þetta virki á mig eins og á aðra).
Ég skráði mig líka í http://www.reyklaus.is og er ég þar með mína síðu. Geri allt til að hætta þessum viðbjóð. En mikið rosalega nýt ég þess að fá mér sígaréttu þessa daganna.
Svona er fíknin mikil.
Bloggar | 13.2.2008 | 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar