Að naga neglurnar!

Ég er nú svo furðuleg að ég hef nagað neglurnar mínar frá því ég man eftir mér.  Á fullorðinsárum mínum tókst mér að hætta í einhvern tima en fell aftur og aftur.  Maðurinn minn sagði við mig að hann skildi ekki fólk sem væri að éta sjálft sig.  Ég hef enga skýringu á þessu fyrirbæri. Það var reyndar alltaf sagt að þetta væri taugaveiklun. Einn  bróðir minn bauð mér að naga neglurnar á tánum á sér þegar ég var lítil, en á því hafði ég ekki áhuga. Bandit

Núna ætla ég að gera tilraun á sjálfri mér.  Ég  fór í Hagkaup Smárlind og keypti mér Bite no more frá Kiss sem heildsalan ESSEI flytur inn.   Það er ógeðslegt bragð af þessu lakki.   Í gamla daga prófaði ég svipað efni en vont bragð stoppaði mig sko ekki þá daga.  Áhvað að prófa.   Kom svo heim og hringdi í heildsöluna og spurði hvort hann hefði heyrt einhverjar reynslusögur.  Ó jú, það hafði hann, hann á 3 dætur og eiginkonu.  Ein dóttirinn nagar neglurnar á sér og þetta reyndist henni vel tl að hætta.  Ég sagði við hann að ég ætlaði að prófa og myndi svo blogga um árangur minn. 

Ég lakkaði neglurnar seinnipartinn í gær( eða það sem eftir er að þeim). Var að passa að setja þær ekki upp í mig.  Æj,  gleymdi mér andartak  nokkrum sinnum og setti puttana upp í mig(þetta er svo mikill vani).  Þvílíkt ógeðslegt bragð.  Oj barasta. Sick Ég á víst að setja lakkið á mig í 4 daga og taka það svo af mér, lakka svo aftur og endurtaka.  Eftir 10 daga ætti að sjást árangur.  Jæja núna ætla ég að fara að lakka mig í annað sinn. Grin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband