Frjálsar íþróttir!!

Eins og ég nefndi hér áður í bloggi mínu þá lét ég gamlan draum rætast og fór að æfa aftur frjálsar íþróttir þótt ég sé komin á fimmtugsaldurinn.   Kringlan var í miklu uppáhaldi hjá mér þá og er enn, ég stundaði hér áður fyrr reyndar hástökk en ég hef ekkert að gera í það, enda 20 kg og þung í dag.

Ég er búin að taka þátt í einu öldungamóti og ætla að taka þátt núna á laugardaginn í kringlukasti og kasta þá lengra heldur en síðast. Ég æfi ca 2 í viku og  í fyrstaskiptið í gær fór ég að lyfta. Yfirþjálfarinn hjá mínu félagi útbjó fyrir mig lyftingarprógram. 

Það var virkilega erfitt að fara að hlaupa aftur, ekki hreyft mig í mörg ár. Ég vissi að það mundi taka mig tíma að vinna upp eitthvert þol.  Núna í dag nýt ég þess að skokka 4 hringi á vellinum, meira að segja labba ég en hluta af þessum hringjum en ég sé samt árangur því fyrstu skiptin komst ég ekki 50 metra og þá másandi og blásandi.

 Ég er virkilega áhugasöm og vill leggja mig fram, en ég verð að gæta mín að fara ekki fram úr sjálfri mér því þá get ég barasta sprengt mig.

Mikið væri nú gaman að sjá fleirri konur á mínum aldri æfa.  ÞETTA ER SVO SKEMMTILEGT.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband