Hvalfjörður!

Komst heilu og höldnu úr gönguferð sem ég fór í gærkveldi.  170 manna hópur fór í Brynjudal og gengið yfir í Botnsdal.  Flétti ég upp smá fróðleik um Brynjudal.

 Brynjudalur er fagur dalur umgirtur háum fjöllum á báða vegu, fyrir botni hans gnæfa Hvalfell og Botnssúlur, sem sjást mjög langt að. Innsti bærinn, Hrísakot, er í eyði, þar var síðast búið 1964. Það hefur á seinni árum heyrt undir Ingunnarstaði, sem er frá fornu fari stærsta jörðin í dalnum og var kirkjustaður fram til 1800.
 

      Við hófum gönguna þar sem bílvegurinn endar rétt innan við Hrísakot og gengum inn dalinn með Brynjudalsána á hægri hönd alveg þar til komið er á móts við Þórisgil. Það er ægifagurt gil með ótal flúðum og fossum, einn undraheimur þar sem auðvelt er að gleyma stund og stað.

Upp með því gengum við, upp á Sandhrygg og tók það virkilega á fyrir byrjanda eins og mig. Við hvíldum okkur þar í 20 mín og þá fórum við yfir Hrísháls og niður í Botnsdal eftir gilinu sem Hvalskarðsáin rennur eftir á þessu stað sést glitta í Baulu . Gangan endaði síðan við hliðið hjá Stóra-Botni í Botnsdal.


Þetta tók 3 klukkutíma og er stórkostleg gönguferð.  Það er falleg náttúran i Hvalfirðinum. Við sáum glitta í hæsta foss Íslands, Glym sem er að ég held 200 metrar(svo var mér sagt). 

Allt gekk slysalaust fyrir sig og allir lögðu sitt að mörkum svo að  þessi ferð  heppnaðist vel.

Eitt er víst að ég mun fara fleirri gönguferðir með starfsmannafélagi LSH. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband