Færsluflokkur: Bloggar
Vinur minn hann Óli Geir Jóhannesson var að gefa út sína fyrstu barnabók sem heitir SAGAN AF KÖLLU MÖLLU.
Sagan fjallar um litla stúlku sem er hin mesti æringi og ærslabelgur, en hún er ósköp óþekk að fara að sofa á kvöldin. Eitt kvöldið kemur svefngengillinn í heimsókn og þá lendir hún í skrítnu ævintýri og hittir margar óvenjulegar og skemmtilegar persónur á leið sinni í leit að eintrénu.
Bókina myndskreytti Guðmundur Gunnlaugsson.
Bókin er til sölu í verslunum Hagkaupa, Eymundsson og
Mál & Menningu.
Bloggar | 19.12.2009 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er bara fyndið!!
http://www.youtube.com/watch?v=WkVUZpgMTKg
Bloggar | 9.10.2008 | 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
An American said:
*"We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope, and Johnny Cash."*
*And an Icelander replied:
*"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope, and no Cash".
Bloggar | 9.10.2008 | 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 8.10.2008 | 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um helgina fór fram meistaramót Íslands öldunga í Þorlákshöfn. Allavega eitt íslandsmet var sett í flokki 90 - 94 ára karla. Já gott fólk 90 ára+.... Haraldur Þórðarson 91 árs setti íslandsmet í kúluvarpi, einnig keppti hann í kringlukasti.
Hann sagði mér það blessaður að dætur hans kvörtuðu yfir því að hann skyldi vera að keppa svona á hans aldri. Þær ætti nú frekar að vera ánægðar með karlinn, komin á þennan aldur og með góða heilsu. Ég dáist að svona fólki. Enda er þetta hin besta skemmtun og góður félagsskapur.
Það gekk nú ekki vel hjá mér en ég er ákveðin að halda áfram og æfa vel í vetur og koma sterk næsta sumar. Það var rætt á mótinu að norðurlandamót öldunga færi fram í Svíðjóð á næsta ári og allir eru velkomnir að keppa (ef þeir eru öldungar). Það er fínt að hafa markmið og fá að vera með.
Annars stefni ég á að komast í aðallið breiðabliks sem kringlukastari en þá þarf ég að kasta yfr 35 metra. Það væri nú saga til næsta bæjar ef ég 45+ kæmist í liðið. Það er gott að eiga sér drauma, kannski rætast þeir eða ekki.
Bloggar | 11.8.2008 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingin skapar meistarann. Ég var að keppa á mínu öðru móti í kringlukasti öldunga og bætti mig um 5 metra, kastaði 27.40 metra hafði kastað í vor 22.50. Þetta er allt að skila sér, lyftingarnar og kastæfingarnar. Með hjálp frábærra kastþjálfara þá er ég að ná þessu, loksins.
Það er yndislegt að finna gömlu tilfinninguna aftur, að hlakka til að fara á æfingu. Þetta er svo skemmtilegt og ég hef sett mér markmið, ég ætla mér að slá héraðsmetið sem er 35.46, þó það verði ekki á þessu ári þá næsta. Ég hef nægan tíma. Málið er að nota veturinn vel, lyfta lóðum og koma sér í gott form fyrir næsta sumar. Það er það sem ég ætla mér að gera og hana nú.
Ég sakna þess að það séu ekki fleirri konur á mínum aldri sem eru að keppa hér á landi. Fyrst að ég get þetta þá geta aðrar konur þetta einnig.
Bloggar | 27.7.2008 | 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og ég nefndi hér áður í bloggi mínu þá lét ég gamlan draum rætast og fór að æfa aftur frjálsar íþróttir þótt ég sé komin á fimmtugsaldurinn. Kringlan var í miklu uppáhaldi hjá mér þá og er enn, ég stundaði hér áður fyrr reyndar hástökk en ég hef ekkert að gera í það, enda 20 kg og þung í dag.
Ég er búin að taka þátt í einu öldungamóti og ætla að taka þátt núna á laugardaginn í kringlukasti og kasta þá lengra heldur en síðast. Ég æfi ca 2 í viku og í fyrstaskiptið í gær fór ég að lyfta. Yfirþjálfarinn hjá mínu félagi útbjó fyrir mig lyftingarprógram.
Það var virkilega erfitt að fara að hlaupa aftur, ekki hreyft mig í mörg ár. Ég vissi að það mundi taka mig tíma að vinna upp eitthvert þol. Núna í dag nýt ég þess að skokka 4 hringi á vellinum, meira að segja labba ég en hluta af þessum hringjum en ég sé samt árangur því fyrstu skiptin komst ég ekki 50 metra og þá másandi og blásandi.
Ég er virkilega áhugasöm og vill leggja mig fram, en ég verð að gæta mín að fara ekki fram úr sjálfri mér því þá get ég barasta sprengt mig.
Mikið væri nú gaman að sjá fleirri konur á mínum aldri æfa. ÞETTA ER SVO SKEMMTILEGT.
Bloggar | 10.7.2008 | 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komst heilu og höldnu úr gönguferð sem ég fór í gærkveldi. 170 manna hópur fór í Brynjudal og gengið yfir í Botnsdal. Flétti ég upp smá fróðleik um Brynjudal.
Brynjudalur er fagur dalur umgirtur háum fjöllum á báða vegu, fyrir botni hans gnæfa Hvalfell og Botnssúlur, sem sjást mjög langt að. Innsti bærinn, Hrísakot, er í eyði, þar var síðast búið 1964. Það hefur á seinni árum heyrt undir Ingunnarstaði, sem er frá fornu fari stærsta jörðin í dalnum og var kirkjustaður fram til 1800.
Upp með því gengum við, upp á Sandhrygg og tók það virkilega á fyrir byrjanda eins og mig. Við hvíldum okkur þar í 20 mín og þá fórum við yfir Hrísháls og niður í Botnsdal eftir gilinu sem Hvalskarðsáin rennur eftir á þessu stað sést glitta í Baulu . Gangan endaði síðan við hliðið hjá Stóra-Botni í Botnsdal.
Þetta tók 3 klukkutíma og er stórkostleg gönguferð. Það er falleg náttúran i Hvalfirðinum. Við sáum glitta í hæsta foss Íslands, Glym sem er að ég held 200 metrar(svo var mér sagt).
Allt gekk slysalaust fyrir sig og allir lögðu sitt að mörkum svo að þessi ferð heppnaðist vel.
Eitt er víst að ég mun fara fleirri gönguferðir með starfsmannafélagi LSH.
Bloggar | 21.6.2008 | 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er búin að skrá mig í Jónsmessugöngu með starfsmannafélagi LSH núna í kvöld.
Gangan hefst við skóræktargirðinguna innan Hrísakots í Brynjudal. Í fyrstu gengið inn með Brynjudalsá og síðan upp með Þórisgili, upp á Sandhrygg og inn á Leggjarbrjótsleið. Þaðan veður víst gengið niður með Hvalskarðsá og að Stórabotni í Botnsdal þar sem rútan bíður eftir okkar.
Í auglýsingunni er sagt að um sé að ræða afar litskrúðugt og margbrotið svæði með fossum og flúðum af öllum stærðum og gerðum. Óvíða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er að finna jafn mikla töfra í landslaginu.
Ég hlakka þvílíkt til og tek með mér þann yngsta sem er 14 ára gutti. Ég mun svo skrifa um upplifun mína um þessa ferð. Áætluð heimkoma 01:00.
Bloggar | 20.6.2008 | 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gróska í Þingeyjarsýslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.6.2008 | 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar