Ég var að kaupa mér fyrsta skammtinn af Champix. Ég er ákveðin í að hætta að reykja. Ég er komin með ógeð á þessu eitri. Ég er búin að heyra bara gott frá þessu lyfi. Bróðir minn hætti um áramótin. Hann sagði mér að hann hafi misst alla löngun eftir vikur meðferð. Nú svo hef ég lesið mér til og frábært að heyra um fólk sem hefur hætt eftir 50 pakkaár.
Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur að heilsu minni. Ég mæðist voðalega fljótt. Svo eru hjartsjúkómar faraldur í móðurætt minni. Ég er farin að skammast mín fyrir lyktina sem fylgir mér, þessi ógeðslega reykingalykt.
Ég vona að einhver þarna úti hafi einhverja góða reynslusögu varðandi þetta lyf.
Ég mun svo birta á þessari síðu hvernig þetta mun ganga hjá mér.
Bloggar | 10.2.2008 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Hann lemur mig bara þegar hann er fullur, og ég reitti hann til reið.
Ég er peningalega háð honum, ég get ekki staðið ein ef ég fer frá honum.
Þessar setningar voru sagðar við mig eitt sinn af konu sem hafði búið
við ofbeldi í 20 ár.
Maður verður orðlaus. Ég veit að þetta er bullandi meðvirkni.
Þeir sem búa við andlegt og líkamlegt ofbeldi kóva þvílíkt með maka
sínum.
Ég veit að konur sem búa við ofbeldi í ýmsum myndum missa trúnna á
sjálfri sér. Það er búið að innprenta í þær að þær geti ekkert sjálfar,
séu ljótar og engin vill þær.
Kona sem ég þekki bjó við ofbeldi í 36 ár þar til hún tók af skarið og skildi við karlinn.
Ég spurði þessa konu um þetta og sagði hún mér að hún hafi
alltaf vonað að hann myndi lagast þegar hann kom á fjórum fótum,
grét og sagðist aldrei gera þetta aftur, svo var hún
alltaf að hugsa um börnin, að þau gætu ekki misst föður sinn.
Það er hroðalegt fyrir
barn að lifa við svona heimilisástand.
" Barnið mitt hefur aldrei séð manninn minn berja mig þannig að þetta
hefur ekki áhrif á það. ???RANGT, RANGT. Börn eru svo ótrúlega
næm. Það er hægt að þreifa á andrúmsloftinu
þegar eitthvað er að.
Ég var að lesa DV. 1.feb.2008. Þar er viðtal við Guðbjörgu Mörtu
sem hefur í 7 ár þurft að þola ofsóknir fyrrverandi mannsins sinns sem hafði beytt hana
ofbeldi. Lögreglan gerir ekkert. Ég spyr, eftir hverju eru þeir að bíða, að hann
limlesti hana þannig að hún verði farlama það sem eftir er, eða drepi hana. Annað eins hefur nú gerst. Ég verð reið. Það er ekki nóg með að þessar konur þurfi að þola
harðræði frá fyrrum maka, heldur þurfa þær að standa í stappi
við að leita réttar sinns. Lögreglan getur ekkert gert nema það séu sannanir
eins og í tilfelli Guðbjargar að eitt atvikið náðist á öryggismyndavélar í Smáralind.
Núna í dag er kvennaathvarfið sá staður sem konur geta flúið til. Og var það
svo sannarlega þörf þegar það opnaði og er enn í dag.
http://www.kvennaathvarf.is/ http://www.al-anon.is
Bloggar | 5.2.2008 | 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nú þannig að ég er mikill aðdáandi Harðar Torfa. Nýjasti diskurinn hans Jarðsaga er hreint út sagt frábær diskur. Ég er skráð á póstlistann hjá honum og var ég að fá tölvupóst þar sem hann talar um að þar sem hann er sjálfstæður listamaður sé hann útundan hjá ráðandi aðilum á markaðnum og lítið fjallað um starf hans á þeim vettfangi þar sem hann er ekki í þeirra eigu.
Það er sorglegt þegar svona mikill listamaður er útundan og er ólýðandi. En hvað er til ráða?
Bylgjan sem dæmi hef ég aldrei heyrt spila Hörð. Svo eru hlustendur mataðir af tónlist sem er jafnvel lítið varið í. Allt sem er spilað á Bylgjunni fer fyrst í gegnum einhverja nefnd sem ákveður síðan hvað sé spilað.
Það er líka erfitt að koma sér á framfæri þegar maður er nýr í þessum brasa. Maður vill ekki vera frekur né ýtin. Ég gaf út minn fyrsta geisladisk í okt. 2007 og ber hann heitir KONA Á MÍNU ALDRI. Vandaður og góður diskur. Þar syng ég lög eftir Hörð Torfa, Halla Reynis, Orra Harðar, Bjarna Tryggva og Ingimund Óskarsson. Ég fékk neitun frá Bylgjunni þar sem mér var tilkynnt að lögin hentuðu ekki stefnu þeirra. Segið mér annan betri, ha. Hægt er að hlusta á brot af lögunum á þessari síðu http://www.irisedda.com/ Segið mér svo hvað ykkur finnst.
Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir dagskrástjóra þátta að ráða ekki hvað þeir spila.
Annars hefur Útvarp Saga staðið sig langbest. Þar ráða dagskrástjórar hvað þeir spila. Enda fer hlustendum þessarar útvarpsstöðvar fjölgandi.
Ég hvet alla að senda Herði tölvupóst http://www.hordurtorfa.com/
Bloggar | 23.1.2008 | 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef fylgst með þáttum Stephen Fry og geðhvarfasýkin Stephen Fry: Secret Life of a Manic Depressive (2:2)
Bresk fræðslumynd í tveimur hlutum þar sem leikarinn góðkunni, Stephen Fry, grennslast fyrir um geðhvarfasýki og segir frá sinni eigin reynslu af sjúkdómnum.
Einstaklega vel unnin þáttur og fræðandi. Ég greindist sjálf með geðhvörf fyrir rúmum 2. árum. Var þá búin að baslast með þennan sjúkdóm í 7 ár og hafði ekki hugmynd um hvað væri að mér. Ég veit að það er fullt að fólki sem er með geðhvörf en tekur engin lyf. Eins og fram kom í þættinum þá líður fólki vel þegar það er í oflætinu og vill bara vera þar.
Stephen spyr fólk ef að til væri hnappur sem þú gætir ýtt á og þú gætir orðið eðlileg manneskja hvort það myndi ýta á þennan hnapp. Flestir sögðu nei, néma ein kona. Ef mér stæði þetta til boða þá myndi ég þrýsta á þennan hnapp. Með tilkomu góðra geðlyfja er hægt að halda þessu sjúkdóm niðri. Einnig hef ég mikið lesið sjálfshjálparbækur og legg mikið upp úr því að vera jákvæð. Mataræðið skiptir líka miklu máli. Taka inn Omega fitusýrur og borða hollan mat.
Það er rétt hjá Stephen að það ríkja fordómar um geðsjúkdóma og maður er ekki að útvarpa þessu neitt að maður sé með geðhvörf. Þess vegna fagna ég að þessi þáttur hafi verið sýndur. Þeir sem eiga ættingja sem fara í sveiflur, þá á ég við þunglyndi og svo oflæti geta einnig farið inn á veraldarvefinn og fengið upplýsingar um þennan hættulega sjúkdóm.
Bloggar | 15.1.2008 | 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar