Jónsmessuganga!!!

Ég er búin að skrá mig í Jónsmessugöngu með starfsmannafélagi  LSH núna í kvöld. 

Gangan hefst við skóræktargirðinguna innan Hrísakots í Brynjudal.  Í fyrstu gengið inn með Brynjudalsá og síðan upp með Þórisgili, upp á Sandhrygg og inn á Leggjarbrjótsleið.  Þaðan veður víst gengið niður með Hvalskarðsá og að Stórabotni í Botnsdal þar sem rútan bíður eftir okkar. 

Í auglýsingunni er sagt að um sé að ræða afar litskrúðugt og margbrotið svæði með fossum og flúðum af öllum stærðum og gerðum.  Óvíða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er að finna jafn mikla töfra í landslaginu.

Ég hlakka þvílíkt til og tek með mér þann yngsta sem er 14 ára gutti.  Ég mun svo skrifa um upplifun mína um þessa ferð.  Áætluð heimkoma 01:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband