Ég er búin að skrá mig í Jónsmessugöngu með starfsmannafélagi LSH núna í kvöld.
Gangan hefst við skóræktargirðinguna innan Hrísakots í Brynjudal. Í fyrstu gengið inn með Brynjudalsá og síðan upp með Þórisgili, upp á Sandhrygg og inn á Leggjarbrjótsleið. Þaðan veður víst gengið niður með Hvalskarðsá og að Stórabotni í Botnsdal þar sem rútan bíður eftir okkar.
Í auglýsingunni er sagt að um sé að ræða afar litskrúðugt og margbrotið svæði með fossum og flúðum af öllum stærðum og gerðum. Óvíða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er að finna jafn mikla töfra í landslaginu.
Ég hlakka þvílíkt til og tek með mér þann yngsta sem er 14 ára gutti. Ég mun svo skrifa um upplifun mína um þessa ferð. Áætluð heimkoma 01:00.
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.