Er maður glataður!!

Ég keppti í fyrsta skiptið eftir 25 ára hlé í kringlukasti á laugardaginn en það var kastmót öldunga á laugardalsvelli.  Ég var alveg glötuð kastaði rétt yfir 22 metra. 

Gaman að sjá hve margir stóðu sig vel. Ég var eina konan í hópnum og voru menn fæddir 1929 að keppa, í kringlu, kúlu og  sleggju.  Það var skemmtileg stemming í hópnum og sögðu mér menn að á þessum mótum hleyptu þeir stráknum út hjá sér.  Bara gaman að því, enda flugu brandararnir manna á milli og metingur var þó nokkur. 

Svo mun liðið hittast eftir 2 vikur og á er verðlaunaafhending.  Nú þar sem ég lenti í fyrsta sæti í mínum aldurshóp (sú eina í 45+ og eina konan) þá fæ ég gullið. 

Stefnan er að bæta sig í 23 metra næst. Ég veit að ég þarf að laga tæknina og lyfta og lyfta lóðum svo ég fái smá massa á upphandleggina.  Held ótrauð áfram á þessari braut enda bara rétt að byrja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er flott síða mamma og það er allt sem ég hef að segja ?......

Elmar sonur þinn (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband