Ég keppti í fyrsta skiptið eftir 25 ára hlé í kringlukasti á laugardaginn en það var kastmót öldunga á laugardalsvelli. Ég var alveg glötuð kastaði rétt yfir 22 metra.
Gaman að sjá hve margir stóðu sig vel. Ég var eina konan í hópnum og voru menn fæddir 1929 að keppa, í kringlu, kúlu og sleggju. Það var skemmtileg stemming í hópnum og sögðu mér menn að á þessum mótum hleyptu þeir stráknum út hjá sér. Bara gaman að því, enda flugu brandararnir manna á milli og metingur var þó nokkur.
Svo mun liðið hittast eftir 2 vikur og á er verðlaunaafhending. Nú þar sem ég lenti í fyrsta sæti í mínum aldurshóp (sú eina í 45+ og eina konan) þá fæ ég gullið.
Stefnan er að bæta sig í 23 metra næst. Ég veit að ég þarf að laga tæknina og lyfta og lyfta lóðum svo ég fái smá massa á upphandleggina. Held ótrauð áfram á þessari braut enda bara rétt að byrja.
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er flott síða mamma og það er allt sem ég hef að segja ?......
Elmar sonur þinn (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.