Bite no more!

  Núna hef ég ekki nagað neglurnar á mér í 4 daga. Þetta undralakk Bite no more er svo sannarlega að virka.  Puttarnir á mér hafa slæðst upp í mig nokkrum sinnum og þá fæ ég þetta ógeðslega bragð upp í mig.   Þetta virkar þannig þetta lakk, það kemur húð á neglurnar á mér og þær eru ekki mattar heldur glærar.  Miklu flottara.  Svo á ég að taka þetta af mér í dag á 5 degi og lakka aftur yfir og gera það í 4 daga.  Ég held að ég eigi að klára alveg út glasinu,  þá ætti einhver árangur að sjást.

Svo er það með reykingarnar að það gengur bara rosalega vel.  Þetta virðist smita út frá sér og hefur tvennt bæst í hópinn með mér.  Þau eru fyrrum vinnufélagar og fóru á Champix.  Gengur rosalega vel hjá þeim.   Ég er ánægð að ég skuli hafa áhrif á aðra.  Mér líður bara svo miklu betur og fólk sér það.   Kannski er einhver þarna úti sem þekkir mig ekki neitt en hefur lesið bloggfærslurnar mínar og vill hætta með hjálp Champix, það væri bara frábært.  Bara velkomin í hópinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja vinkona .Ó já champixið virkar vel ,nú er ég hætt að taka það inn og en er ég hætt að reykja og langar ekki að byrja aftur. Hei hó,en djö var þetta  gott  á meðan það stóða yfir ;)

Erla Perla (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband