Ég er nú svo furðuleg að ég hef nagað neglurnar mínar frá því ég man eftir mér. Á fullorðinsárum mínum tókst mér að hætta í einhvern tima en fell aftur og aftur. Maðurinn minn sagði við mig að hann skildi ekki fólk sem væri að éta sjálft sig. Ég hef enga skýringu á þessu fyrirbæri. Það var reyndar alltaf sagt að þetta væri taugaveiklun. Einn bróðir minn bauð mér að naga neglurnar á tánum á sér þegar ég var lítil, en á því hafði ég ekki áhuga.
Núna ætla ég að gera tilraun á sjálfri mér. Ég fór í Hagkaup Smárlind og keypti mér Bite no more frá Kiss sem heildsalan ESSEI flytur inn. Það er ógeðslegt bragð af þessu lakki. Í gamla daga prófaði ég svipað efni en vont bragð stoppaði mig sko ekki þá daga. Áhvað að prófa. Kom svo heim og hringdi í heildsöluna og spurði hvort hann hefði heyrt einhverjar reynslusögur. Ó jú, það hafði hann, hann á 3 dætur og eiginkonu. Ein dóttirinn nagar neglurnar á sér og þetta reyndist henni vel tl að hætta. Ég sagði við hann að ég ætlaði að prófa og myndi svo blogga um árangur minn.
Ég lakkaði neglurnar seinnipartinn í gær( eða það sem eftir er að þeim). Var að passa að setja þær ekki upp í mig. Æj, gleymdi mér andartak nokkrum sinnum og setti puttana upp í mig(þetta er svo mikill vani). Þvílíkt ógeðslegt bragð. Oj barasta. Ég á víst að setja lakkið á mig í 4 daga og taka það svo af mér, lakka svo aftur og endurtaka. Eftir 10 daga ætti að sjást árangur. Jæja núna ætla ég að fara að lakka mig í annað sinn.
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.