Ég er komin heim!!

Ég var að enda við að heyra lagið Ég er komin heim.  Bubbi Morthens og Björn Jörundur syngja saman lagið sem Óðinn Valdimarsson söng fyrst inn á plötu árið 1960. Lagið er erlent en textinn er eftir Jón Sigurðsson. . Þetta er vægast sagt hroðalegt.  Mér finnst þetta hrein hörmung.  Laginu er hreint og beint nauðgað.  En þetta  er bara mín skoðun, kannski finnst einverjum þetta fott.  Þeir fara illa með lagið og finnst mér það synd.  

Sigurður Guðmundsson (Siggi í Hjálmum) syngur þetta sama lag frábærlega og er virkilega vel gert hjá honum.  Til hamingju Sigurður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Hæ loksins fann ég síðuna þína aftur  ég var einhvern tímann búinn að kommenta hjá þér þegar þú varst ný hætt að reykja, og hef stundum verið að pæla í hvernig gengi hjá þér,ekki það að ég þekki þig neitt mér fannst þú bara skrifa svo einlæglega um þetta. Frábært að þér gangi svona vel, þetta hvetur mig til að hætta þessu ógeði. Nú er ég búinn að heira frá þér af reynslu þessara lyfja og þá er bara best að drífa í þessu. Gangi þér sem allra best áfram. P.S.Ég er sammála þér með Bubba og Björn þetta er ekki nógu gott hjá þeim, hef ekki heyrt þetta lag með Sigga.Bestu kveðjur til þín

Erna, 25.4.2008 kl. 12:13

2 identicon

Sæl Erna!

    Já, ég mæli með Champix.  Mér líður miklu betur og er bara núna á fullu að vinna að þolinu hjá mér sem var ekki orðið neitt neitt. Í gær t.d fór ég í 1 tíma göngutúr.  Svo er ég í leikfimi 2 í vikur og svo skokka ég og labba 20 mín. hring 2 sinnu í viku.   Ég er svo stolt að mér, og mér þykir afskaplega vænt um sjálfa mig.  Þannig var það nú ekki hér einu sinni. En eins og ég hef sagt, lífið er yndislegt.

Íris Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband