Færsluflokkur: Bloggar

Geðhvörf!

Ég hef fylgst með þáttum Stephen Fry og geðhvarfasýkin Stephen Fry: Secret Life of a Manic Depressive (2:2)
Bresk fræðslumynd í tveimur hlutum þar sem leikarinn góðkunni, Stephen Fry, grennslast fyrir um geðhvarfasýki og segir frá sinni eigin reynslu af sjúkdómnum.

Einstaklega vel unnin þáttur og fræðandi.  Ég greindist sjálf með geðhvörf fyrir rúmum 2. árum.  Var þá búin að baslast með þennan sjúkdóm í 7 ár og hafði ekki hugmynd um hvað væri að mér.  Ég veit að það er fullt að fólki sem er með geðhvörf en tekur engin lyf.  Eins og fram kom í þættinum þá líður fólki vel þegar það er í oflætinu og vill bara vera þar.

Stephen spyr fólk ef að  til væri hnappur sem þú gætir ýtt á og þú gætir orðið eðlileg manneskja hvort það myndi ýta á þennan hnapp. Flestir sögðu nei, néma ein kona.  Ef mér stæði þetta til boða þá myndi ég þrýsta á þennan hnapp. Með tilkomu góðra geðlyfja er hægt að halda þessu sjúkdóm niðri.  Einnig hef ég mikið lesið sjálfshjálparbækur og legg mikið upp úr því að vera jákvæð. Mataræðið skiptir líka miklu máli. Taka inn Omega fitusýrur og borða hollan mat.

Það er rétt hjá Stephen að það ríkja fordómar um geðsjúkdóma og maður er ekki að útvarpa þessu neitt að maður sé með geðhvörf.  Þess vegna fagna ég að þessi þáttur hafi verið sýndur.  Þeir sem eiga ættingja sem fara í sveiflur, þá á ég við þunglyndi og svo oflæti geta einnig farið inn á veraldarvefinn og fengið upplýsingar um þennan hættulega sjúkdóm.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband