Ég verð að viðurkenna það að það er helv.... erfitt að hætta að reykja. Ég fæ oft langanir en ég veit að það mun hverfa með tímanum. Núna er komin 2½ mánuður síðan ég hætti. Þessar langanir standa stutt en koma sterkar inn. Ég ætla að standa mig og ætla ekki að falla fyrir þessum þrælahaldara.
Af naglaáti er það að segja að eftir að ég fór að setja á mig BITE NO MORE þá er ég farin að sjá árangur. Gleðilegt. Semsagt þetta virkar.
Núna stefni ég á að fara á íþróttavöllinn og fara að æfa kringlukast og ætla að keppa í öldungnum.
Ég hef samt verið að stússast meira. Ég skellti mér í fjarnám í Ármúlaskóla síðastliðið haust í Heilbrigðisritarann. Ég náði öllum prófum og núna á ég bara eitt fag eftir sem ég stefni á að taka í haust en það er latínan. Ég er stolt af sjálfri mér þótt ég sé að nálgast fimmtugt.
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér tókst þetta loks með jálp einhverra lyfja, Zhampix að mig minnir.
Búin að reykaj nánast linnulaust frá 1965 pípu, sígó og allt.
Filterlaust að sjálfsgðu, fyrst Lucky svo Palla Malla og þegar ekki var hægt að nálgast þær, þá Camel.
Fæ stundum löngun (frá 10 des 2007) en það lagast vonandi.
Baráttukveðjur til þín og akka Andy og konur yfir fertugt en líkt og hann ann ég þeim mjög, se´rstaklega mínu eintaki (fyrirgefið konur að ég segi mínu en það er bara svo gaman)
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 15.5.2008 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.