Hætt!

Núna er 9 dagur á Champix.  Ég ákvað að hætta í dag.  Ég fann að ég var að reykja að vana svo ég sagði við sjálfa mig í gær að nú væri rétti tíminn.  Merkilegt hvað reykingar eru mikill vani.

Þannig að ég hef ekkert reykt í morgun og klukkan er 9:57 þegar ég skrifa þessa færslu.  Ég var búin að skipuleggja morguninn hjá mér. Fékk mér te í staðin fyrir kaffi og dundað mér svo bara þar til ég mætti í vinnuna. Fann í bílnum að gott væri að hafa sígó í höndunum en fór svo bara að hugsa um eitthvað annað og þá var þetta ekkert mál.

Það er frábært hvernig þetta lyf virkar.  Ég hef hreint og beint enga löngun lengur. Ég mæli eindregið með þessu lyfi fyrir þá sem hafa áhuga að hætta að reykja.

Mér skilst að það sé ódýrast í Lyfjaveri. Hálfur mánuður kostar 4.400 kr ca. Það getur samt verið ódýrara annarstaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband