8 dagur!

Nú er ég á 8 degi á Champix.  Klukkan er núna 11:08 og ég er búin að reykja 3 sígaréttur þennan morgun.  Reykti þá þriðju um 11:00 og ég kúgaðist á eftir.  Þannig að þetta er farið að virka. Kúgast við að finna lyktina af höndunum á mér eftir smókinn. 

Ég er ákveðin í að kaupa mér áframhaldandi skammt.  Get keypt hálfan mánuð í viðbót.  Ég finn að núna er þetta mest vaninn sem ég þarf að losna út úr. 

Í síðustu viku var ég að undirbúa mig, fór t.d ekki með stelpunum út að reykja, er farin að drekka meira te.  Ég held að fyrsta sígaréttan sé erfiðust.  Að fá sér kaffibolla, sígó og lesa blöðin, það er bara toppurinn.  Er að velta því fyrir mér hvernig ég get losað mig út úr þvi dæmi.

Ef einhver er með tillögu, þá endilega komið með hana.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´Góðan daginn Íris

Get bara sagt að ef þú ert á reyklaus.is þá getur þú fengið að vita nánast allt um þessi mál .

Þar er fólk með alskonar reynslu og tilbúið að deila henni með þér.

Gangi þér vel Solla.

Solveig Petursdottir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband