Þeir sem ætla að hætta að reykja!

Jæja gott fólk.  Nú er 3. dagurinn á Champix.  Ég finn ekki fyrir neinu en maðurinn minn fær aukaverki af þessu lyfi.  Hann fær ógleðistilfinningu.  Þetta getur gerst samkvæmt því sem stendur á leiðbeiningunum.  Ég er reyndar farin að finna óbragð í munninum en ekki mikið.  

Byrja á morgun á degi 4. þá tek ég inn eina töflu fyrir hádegi og aðra um kvöldið.  Ég hef svo mikla trú á þessum töflum og hlakka til þegar ég missi alla löngun. (allavega vonast ég til að þetta virki á mig eins og á aðra).

Ég skráði mig líka í http://www.reyklaus.is  og er ég þar með mína síðu.  Geri allt til að hætta þessum viðbjóð.  En mikið rosalega nýt ég þess að fá mér sígaréttu þessa daganna.

Svona er fíknin mikil.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér að hætta að reykja.Ég var búinn að reykja í 30 ár þegar mér datt í hug að prófa eitthvað nýtt í baráttunni við fíknina.

Hmm ég pantaði tima hjá manni sem hjálpar manni að losna við fíknina með að tengja mig við einhvert tæki sem eyðir fíkninni og allt það bla bla og viti menn og konur mig hefur ekki langað síðan í rettu og var þetta 20.okt.2006 síðan fór konan og sama þar langar ekki. Þetta er snilld.Kv Albert

Albert Þórðarson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:00

2 identicon

Frábært!

   Hvað gerði þessi maður til að hjálpa þér, var þetta einhver dáleiðandi???

Íris Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband