"Hann lemur mig bara þegar hann er fullur, og ég reitti hann til reið.
Ég er peningalega háð honum, ég get ekki staðið ein ef ég fer frá honum.
Þessar setningar voru sagðar við mig eitt sinn af konu sem hafði búið
við ofbeldi í 20 ár.
Maður verður orðlaus. Ég veit að þetta er bullandi meðvirkni.
Þeir sem búa við andlegt og líkamlegt ofbeldi kóva þvílíkt með maka
sínum.
Ég veit að konur sem búa við ofbeldi í ýmsum myndum missa trúnna á
sjálfri sér. Það er búið að innprenta í þær að þær geti ekkert sjálfar,
séu ljótar og engin vill þær.
Kona sem ég þekki bjó við ofbeldi í 36 ár þar til hún tók af skarið og skildi við karlinn.
Ég spurði þessa konu um þetta og sagði hún mér að hún hafi
alltaf vonað að hann myndi lagast þegar hann kom á fjórum fótum,
grét og sagðist aldrei gera þetta aftur, svo var hún
alltaf að hugsa um börnin, að þau gætu ekki misst föður sinn.
Það er hroðalegt fyrir
barn að lifa við svona heimilisástand.
" Barnið mitt hefur aldrei séð manninn minn berja mig þannig að þetta
hefur ekki áhrif á það. ???RANGT, RANGT. Börn eru svo ótrúlega
næm. Það er hægt að þreifa á andrúmsloftinu
þegar eitthvað er að.
Ég var að lesa DV. 1.feb.2008. Þar er viðtal við Guðbjörgu Mörtu
sem hefur í 7 ár þurft að þola ofsóknir fyrrverandi mannsins sinns sem hafði beytt hana
ofbeldi. Lögreglan gerir ekkert. Ég spyr, eftir hverju eru þeir að bíða, að hann
limlesti hana þannig að hún verði farlama það sem eftir er, eða drepi hana. Annað eins hefur nú gerst. Ég verð reið. Það er ekki nóg með að þessar konur þurfi að þola
harðræði frá fyrrum maka, heldur þurfa þær að standa í stappi
við að leita réttar sinns. Lögreglan getur ekkert gert nema það séu sannanir
eins og í tilfelli Guðbjargar að eitt atvikið náðist á öryggismyndavélar í Smáralind.
Núna í dag er kvennaathvarfið sá staður sem konur geta flúið til. Og var það
svo sannarlega þörf þegar það opnaði og er enn í dag.
http://www.kvennaathvarf.is/ http://www.al-anon.is
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já þetta er viðurstyggilegt og hörmulegt, samt getum við þakkað fyrir að þeir dagar eru liðnir þegar mátti ekki tala um þetta, allir vissu kannski og slúðruðu en það mátti ekki benda konunum á vandamálið né neitt skipta sér af. Sorglegt.
halkatla, 5.2.2008 kl. 20:16
Já, það er rétt hjá þér Anna. Ég las svo DV. daginn eftir og þá var vitnað aftur í þessa grein og viðtal við lögreglukonu sem er í tengslum við Kvennaathvarfið og hún segir að þær konur sem verða fyrir þessu þora oft ekki að kæra vegna hræðslu við hefnd. Ég heyrði af einni konu sem safnaði kærum á manninn sinn, lét mynda sig þegar voru áverkar á henni. Þegar hún skildi og vildi fá það með hraði þá gat hún sýnt alla pappírana frá lögreglunni og myndirnar. Frábært hjá henni.
Íris Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.