Ég hef fylgst með þáttum Stephen Fry og geðhvarfasýkin Stephen Fry: Secret Life of a Manic Depressive (2:2)
Bresk fræðslumynd í tveimur hlutum þar sem leikarinn góðkunni, Stephen Fry, grennslast fyrir um geðhvarfasýki og segir frá sinni eigin reynslu af sjúkdómnum.
Einstaklega vel unnin þáttur og fræðandi. Ég greindist sjálf með geðhvörf fyrir rúmum 2. árum. Var þá búin að baslast með þennan sjúkdóm í 7 ár og hafði ekki hugmynd um hvað væri að mér. Ég veit að það er fullt að fólki sem er með geðhvörf en tekur engin lyf. Eins og fram kom í þættinum þá líður fólki vel þegar það er í oflætinu og vill bara vera þar.
Stephen spyr fólk ef að til væri hnappur sem þú gætir ýtt á og þú gætir orðið eðlileg manneskja hvort það myndi ýta á þennan hnapp. Flestir sögðu nei, néma ein kona. Ef mér stæði þetta til boða þá myndi ég þrýsta á þennan hnapp. Með tilkomu góðra geðlyfja er hægt að halda þessu sjúkdóm niðri. Einnig hef ég mikið lesið sjálfshjálparbækur og legg mikið upp úr því að vera jákvæð. Mataræðið skiptir líka miklu máli. Taka inn Omega fitusýrur og borða hollan mat.
Það er rétt hjá Stephen að það ríkja fordómar um geðsjúkdóma og maður er ekki að útvarpa þessu neitt að maður sé með geðhvörf. Þess vegna fagna ég að þessi þáttur hafi verið sýndur. Þeir sem eiga ættingja sem fara í sveiflur, þá á ég við þunglyndi og svo oflæti geta einnig farið inn á veraldarvefinn og fengið upplýsingar um þennan hættulega sjúkdóm.
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Hláturinn lengir lífið!! Frábært viðtal, eða þannig sko!!
Línudans
- Línudans Síða með íslenskum línudönsurum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl! Ég hef einnig fylgst með þessum þáttum og fannst hann mjög áhugaverður og upplýsandi. Ég hef sjálf þunglynd en tek ekki nein lyf. Var að spá í sambandi við mataræðið sem þú talar um að skipti máli, værirðu til í nefna dæmi um það hér á síðunni þinni. Veit að maður á að borða reglulega hollan og næringarríkan mat og nota koffein í sem minnstu mæli, er það eitthvað annað sem þú veist um?
Gangi þér rosa vel:) kv. Björk
Björk (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 11:40
Sæl Björk!
Ég veit það að það matarræði sem t.d Grænn Kostur býður upp á er einstaklega góður og + það að maður megrast af honum. Mikið af feitum fiski er mjög gott, þar eru Omega 3 fitusýrurnar. Geðlæknirinn minn benti mér á Omega forte. Ég byrjaði að taka 6 hylki á dag fyrstu 2 mánuðina, síðan 4 í tvo mánuði og svo 2 hylki. Ég tek líka inn lýsi. Hreyfing er líka gríðalega mikilvæg fyrir allt þunglyndi. Ég vil meina það að ef maður er þunglyndur eða með geðhvörf eins og ég þá er mikilvægt að fara til geðlæknis í samtalsmeðferð. Það er ekki nóg að bara að taka lyf. Það er skrýtið að þegar ég lít til baka og sé þann árangur sem ég hef tekið þá finnst mér furðulegt að ég hafi verið svona veik og að það séu komin 2 ár síðan ég fyrst fékk greiningu. Reyndar fékk ég taugaáfall sem varð til þess að ég leitaði á geðdeild. Skrítið að segja það að taugaáfallið var lán í óláni. Ef maður ætlar sér eitthvað þá tekst manni það. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér. Ég var ákveðin í að ná bata. Ég vil aldrei fara í þetta far sem ég var í.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Íris Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.